Anna Margrét sest á þing

Anna Margrét Guðjónsdóttir.
Anna Margrét Guðjónsdóttir.

Anna Margrét Guðjónsdóttir, forstöðumaður skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga í Brussel, tekur sæti Björgvins G. Sigurðssonar sem óskað hefur eftir að láta tímabundið af þingstörfum.

Anna Margrét er 1. varaþingamaður Samfylkingarinnar í Suðurlandskjördæmi.

Níu manna nefnd alþingismanna er núna að fara yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, en hún tekur afstöðu til þess hvort gefin verður út ákæra á hendur þingmanna sem taldir eru hafa brugðist skyldum sínum í aðdragenda hrunsins, en þeir eru Geir H. Haarde, Árni M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson. Óvíst er hversu langan tíma tekur fyrir nefndina að komast að niðurstöðu. Það gæti verið áður en þingi lýkur í vor, en allt eins líklegt er að það verði ekki fyrr en í haust.

Nefndin ákveður hvort lagt verður til við Alþingi að höfða mál gegn Björgvini, Geir eða Árna. Ef það verður  gert þarf að kalla Landsdóm saman. Það hefur aldrei verið gert.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka