Flóð úr Eyjafjallajökli beljaði í gær niður farveg Markarfljóts til hafs. Þegar eldgos verður undir jökli síast eitruð gosefni eins og flúor út í vatnið, en fara ekki upp með gjóskunni.
Öskufallið verður því síður skaðlegt, en þess í stað er lífríki Markarfljóts eins og sviðin jörð. Í lífríki hafsins hefur flóðið slæm skammtímaáhrif á litlu svæði en mjög jákvæð áhrif á stærra svæði, enda færir það mikið af næringarefnum til sjávar.
Sjá nánar um afleiðignar eldgossins í Eyjafjallajökli í Morgunblaðinu í dag.