Bændur brugðust hratt og vel við

Tjón á túnum er gríðarlegt eftir hlaup úr Eyjafjallajökli.
Tjón á túnum er gríðarlegt eftir hlaup úr Eyjafjallajökli. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Strax í gærkvöldi kom héraðsdýralæknirinn á Kirkjubæjarklaustri skilaboðum til allra bænda á svæðinu um hvernig bregðast skyldi við öskufalli m.t.t. til skepna,“ segir Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir, og tekur fram að bændur hafi brugðist hratt og vel við.

Bendir hann á að bændur hafi verið hvattir til að taka allar þær skepnur sem þeir gátu inn í hús, sem séu yfirleitt sauð- og nautfé, og sjá til þess að dýr sem ekki sé pláss fyrir innandyra, sem eru yfirleitt hestar, verði gefið nóg að drekka og borða, svo skepnurnar fari ekki að bíta. 

Að sögn Halldórs eru menn enn að bíða eftir niðurstöðum mælinga á öskunni og því sé enn ekki vitað hvort flúormagnið í öskunni sé mikið eða lítið. „Í okkar viðbragðsáætlunum gerum við alltaf ráð fyrir því að flúormagnið sé mikið,“ segir Halldór. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert