Björgvin víkur af þingi

Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi formaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi formaður þingflokks Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn

Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, hefur ákveðið að víkja tímabundið af þingi. Hann telur að vera sín á þingi geti truflað þá vinnu sem þingið er að sinna í framhaldi af birtingu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingi. 

„Fyrir Alþingi liggur það vandasama verk að vinna úr skýrslu rannsóknarnefndar þingsins um aðdraganda og orsakir efnahagshrunsins haustið 2008.

Meðal þess sem sérstök þingmannanefnd um skýrsluna þarf að vinna úr eru mál sem snúa að ábyrgð ráðherra. Slík úrvinnsla á sér engin fordæmi og brýnt er að til hennar sé vandað svo sem mest má verða og ekkert verði til þess að draga úr trúverðugleika þeirrar vinnu.

Ég tel að vera mín í þinginu á þeim tíma gæti truflað þessa vandasömu vinnu og tel því rétt við þessar aðstæður að víkja tímabundið sæti á Alþingi á meðan þingmenn komast að niðurstöðu í þessu mikilvæga máli,“ segir í yfirlýsingu frá Björgvin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka