Breyttur litur á Skógafossi

Breyttur litur á Skógarfossi.
Breyttur litur á Skógarfossi. Ómar Óskarsson

Litur á vatninu sem fossar niður Skógafoss hefur breyst í dag. Það er dökkt, en áin er bergvatnsá og því er vatnið að jafnaði blátært.

Ekki er mikil aukning á vatnsmagni í ánni og engin merki um að flóð sé að koma í ána.

Skógafoss er beint fyrir neðan Fimmvörðuháls. Ár þar fyrir vestan, undir Eyjafjöllum, hafa sumar hverjar breyst eftir að gosið hófst. Engin hefur þó breyst eins mikið og Svaðbælisá við Þorvaldseyri. Flóðið í henni stórskemmdi tún á bænum Önundarhorni. Inn í gilinu byggði flóðið upp 10-15 metra grjótstál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert