Flugi seinkað í fyrramálið

Vél frá Iceland Express.
Vél frá Iceland Express. Árni Sæberg

Vélum Iceland Express  til London og Kaupmannahafnar í fyrramálið, sem áttu að fara klukkan 7:00 hefur verið seinkað til klukkan 11:00 vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

Þá hefur Icelandair tilkynnt um að öllu flugi félagsins í fyrramálið verði frestað til klukkan 12. Á áætlun vou ferðir til Parísar, Frankfurt,  London, Osló, Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Helsinki og Glasgow. Jafnframt er flugi til Íslands frá þessum borgum seinkað sem frátöfinni hér heima nemur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert