Gott að þetta komi í skömmtum

Vatnamælingamenn að störfum við Markarfljót.
Vatnamælingamenn að störfum við Markarfljót. Ómar Óskarsson

„Það er gott að þetta komi í minni skömmtum því það er ljóst að það er nægur ís þarna til að bræða,“ segir Víðir Reynisson deildarstjóri almannavarna, en tvær gusur komu í Markarfljót og tvær minni í nótt.

Víðir sagði að í morgun hefði dregið úr gosinu og um tíma hefði gosmökkurinn horfið af ratar. Síðan hefði færst aukinn kraftur í gosið. Hann sagði að fylgst væri vel með vefmyndavélum en þær sýndu hvað væri að gerast við Gígjökul. Enn sem komið væri sæist engin breyting þar.

Búið að loka Mýrdalssandi

Búið er að loka Mýrdalssandi, en þar er mikið öskufall á um sex kílómetra kafli á þjóðvegi 1. Öskufall er í Álftaveri, Meðallandi, Klaustri og einnig eitthvað í Skaftártungu. Skyggni á þessu svæði fer sumstaðar niður í 50 metra. Vindur er af austri og er ekki búist við neinni breytingu á vindátt í dag.

Fundur verður í Samhæfingarmiðstöð í Skógarhlíð með vísindamönnum kl. 10 í dag.

Aska yfir Mýrdalssandi í morgun
Aska yfir Mýrdalssandi í morgun mbl.is/Jónas Erlendsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert