Löng leið með fiskinn

Vegurinn er í sundur við Markarfljót.
Vegurinn er í sundur við Markarfljót. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Um 40 tonn af fiski sem í gær voru  boðin upp á fisk­markaðnum á Höfn í Hornafirði voru vegna eld­goss­ins flutt norður­leiðina til höfuðborg­ar­svæðis­ins á þrem­ur stór­um flutn­inga­bíl­um. Um sex klukku­tíma tek­ur að keyra suður­leiðina til Reykja­vík­ur en tvö­falt lengri tíma, um  tólf klukku­tíma, ef farið er norður fyr­ir. Tveir bíl­stjór­ar voru í bíl­un­um og skipt­ust á um að aka til að ná lög­boðnum hvíld­ar­tíma.

Á heimasíðu fisk­markaðanna er til­kynn­ing frá Eim­skip og Sam­skip þess efn­is að vegna eld­goss­ins í Eyja­fjalla­jökli megi reikna með að fisk­ur sem verður seld­ur á Höfn og Aust­fjörðum verði að fara norður­leiðina með til­heyr­andi kostnaði. Mikið af fiski sem boðinn er upp fyr­ir aust­an fer til vinnslu á höfuðborg­ar­svæðinu og á Suðunesj­um og þá ým­ist fyr­ir flug eða í salt.

Ein­ar Jó­hann Þórólfs­son hjá Fisk­markaði Suður­nesja á Höfn í Hornafirði seg­ir að aðeins lít­il­ræði verði boðið upp í dag. Bæði sé bræla á miðunum og að auki hrygn­ing­ar­stopp hjá bát­un­um, að und­an­skild­um ein­um báti sem tek­ur þátt í net­aralli og fær áóreitt­ur að vera með sex lagn­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert