Meintur fjársvikari í gæsluvarðhaldi

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Brynjar Gauti

Hæstirétt­ur staðfesti í dag gæslu­v­arðhalds­úrsk­urð yfir meint­um fjár­svik­ara. Talið er að fjöl­marg­ir ein­stak­ling­ar hafi af­hent mann­in­um veru­leg­ar fjár­hæðir, í sum­um til­vik­um tugi millj­óna hver, en hann hafi átt að ávaxta það, s.s. með gjald­eyrisviðskipt­um. Sam­kvæmt banka­gögn­um nema inn­legg frá þeim sem maður­inn er tal­inn hafa blekkt a.m.k. 300 millj­ón­um króna.

Lög­reglu bár­ust kær­ur og upp­lýs­ing­ar frá fjölda ein­stak­linga sem all­ir bera að hafa und­an­far­in miss­eri af­hent kærða veru­leg­ar fjár­hæðir, í sum­um til­vik­um tugi millj­óna hver þeirra.  All­ir bera með svipuðum hætti um það að maður­inn hafi haft frum­kvæði að því að hafa sam­band og boðist til að ávaxta fé þeirra, gjarn­an með ein­hvers­kon­ar gjald­eyrisviðskipt­um eða með því að aðstoða mann­inn við að losa um inni­stæður sem hann hef­ur borið að eiga í er­lendri mynt á reikn­ing­um í bönk­um í út­lönd­um.  Í öll­um til­vik­um hef­ur maður­inn boðið mjög ríf­leg­an hagnað fyr­ir viðkom­andi.

Lög­regl­an hef­ur aflað banka­gagna sem þó eru ekki tæm­andi. Sam­kvæmt banka­gögn­um frá Lands­banka Íslands nema inn­legg frá þeim sem maður­inn er tal­inn hafa blekkt a.m.k. 300 millj­ón­um kr.  Óút­skýrð ráðstöf­un manns­ins af því fé nem­ur u.þ.b. 260 millj­ón­um króna.

Maður­inn sjálf­ur gjaldþrota

Sam­kvæmt gögn­um lög­reglu hafa a.m.k. 90  ein­stak­ling­ar lagt of­an­greinda fjár­hæð á reikn­ing manns­ins við Lands­bank­ann. Auk þess er rök­studd­ur grun­ur um að um­fang svik­a­starf­semi manns­ins sé meiri því hann hafi haft banka­reikn­ing í BYR spari­sjóði, sem talið er að hann hafi notað til þess að láta greiða inn á frá fólki sem hann er tal­inn hafa blekkt.

Lög­regla hef­ur lög­regl­an rök­studd­an grun um að maður­inn stundi skipu­lagða fjár­svik­a­starf­semi þar sem hann blekki fólk til þess að leggja fram fjár­muni með lof­orði um skjót­feng­in gróða. Hann hafi sjálf­ur á síðasta ári verið úr­sk­urðaður gjaldþrota. Gögn benda til þess að hann hafi lengi haft mjög bág­an fjár­hag en tölu­verða fram­færslu. Maður­inn er ekki sjálf­ur skráður fyr­ir eign­um, held­ur kona hans, og á milli þeirra er kaup­máli. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert