Ofbauð viðbrögð forseta Íslands

Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra.
Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Sigurður Bogi

Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, sagði á Alþingi í dag að henni hafi ofboðið viðbrögð Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Hún sagðist harma þau og ljóst sé að á fleiri vígstöðum en innan stjórnamálaflokka þykist menn ekki bera ábyrgð.

Í umræðu um skýrsluna sagði Álfheiður að við lestur hennar vakni spurning um ábyrgð forseta Íslands. „Ég verð að segja, að mér ofbuðu viðbrögð eins aðalleikara og klappstýru í útrásinni, sem er forseti Íslands, við skýrslunni í fjölmiðlum í gær. Ég harma þau.“

Hún bætti síðar við að hún hefði búist við öðrum viðbrögðum í ljósi áramótávarps forsetans 1. janúar 2008. „Þar mátti  kenna nokkra iðrun yfir aðkomu hans og embættisins að útrásinni. Það er ljóst, að það er á fleiri vígstöðum sem menn þykjast ekki bera ábyrgð en stjórnmálaflokkum. “

Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum.
Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum. Ragnar Axelsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert