Greining segir til um lengd goss

Þróun kvikunnar segir til um hversu langt gosið verður að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfærðings. Sé hún þróuð er líklegt að gosið dragist á langinn en sé hún basísk, líkt og var á Fimmvörðuhálsi, eru meiri líkur á að það standi skemur. 

Magnús Tumi býst við sýnum nú fljótlega upp úr hádegi í dag til greiningar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert