Skarðið gæti nýst næsta flóði

Vatnamælingamenn að störfum við Markarfljót.
Vatnamælingamenn að störfum við Markarfljót. Ómar Óskarsson

Vatn er farið að minnka í Markarfljóti fyrir neðan Fljótsdal, innsta bæ í Fljótshlíð. Anna Runólfsdóttir bóndi segir að þó að skarðið sem kom í varnargarðinn við Þórólfsfell kunni ekki að hafa valdið tjóni núna þá sé ástæða til að hafa áhyggjur hvað gerist í næsta flóði.

Anna segir að ef ekki verði hægt að laga varnargarðinn geti vatnið átt greiðari leið í gegn um skarðið í næsta flóði. Mikil drulla er í flóðinu og íshröngl.

Flóðið náði ekki að fjárhúsunum í Fljótsdal eins og óttast var. Ekkert amar að fólki á bænum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert