Breska sjónvarpsstöðin Sky hefur eftir heimildum að ólíklegt sé að heimilt verði að fljúga um Bretland fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. Öll flugumferð var bönnuð um Bretland vegna ösku frá eldgosinu í Eyjafjallajökli klukkan 11 í morgun að íslenskum tíma. Gildir bannið til klukkan 17. Gosið hefur jafnframt áhrif á nánast alla flugumferð um Norður-Evrópu.
Hér er hægt að skoða myndskeið af öskunni.