Almannavarnir hafa gefið skipun um allsherjarrýmingu í Fljótshlíð og Landeyjum vegna mikillar hættu á stórflóði úr Gígjökli. Fregnir berast af miklu vatnsmagni sem sé á leið undan skriðjöklinum.
Íbúar eiga að halda umsvifalaust til hærri svæða eða annarra öruggra staða. Gert er ráð fyrir að vatnselgurinn muni rjúfa varnargarða við Þórólfsfell í Fljótshlíð og sé reyndar þegar farið að flæða yfir garðana.