Stórt jökulhlaup að koma niður Gígjökul

mbl.is/hag

Upplýsingar hafa borist um að stórt vatnsflóð sé að koma niður Gígjökul. Ákveðið hefur verið að rýma svæði við Eyjafjallajökul strax. Að sögn almannavarna er um klukkustund þar til flóðið kemur til byggða. Tilkynning er farin til Neyðarlínu og boðun til íbúa er hafin.

Íbúar eru beðnir að rýma strax upp í hlíðar og á örugg svæði. Vatn flæðir yfir varnargarða við Þórólfsfell í innanverðri Fljótshlíð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert