„Þetta er ekkert rosalegt“

Flóðið í kvöld kom yfir Gígjökul en ekki undan honum.
Flóðið í kvöld kom yfir Gígjökul en ekki undan honum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Þetta er ekk­ert rosa­legt hlaup,“ seg­ir Þórir Árna­son, verk­stjóri hjá Suður­verki sem fylgst hef­ur með hlaup­inu við Markarfljóts­brú. Flóðið kom niður að brúnni um kl. 20:45.

Þórir hef­ur staðið upp á höfðanum við Selja­land í kvöld og fylgst með flóðinu. Hann seg­ir að vatn hafi runnið í gegn um eitt skarð af þrem­ur í veg­in­um. Sú vinna sem vega­gerðar­menn lögðu á sig í dag við að koma á vega­sam­bandi yfir Markarfljót er því ekki öll unn­in fyr­ir gýg.

Mik­il drulla er í vatn­inu og ís­hröngl og svart­ir jak­ar hafa borist niður eft­ir ánni.

Þórir hef­ur ekki upp­lýs­ing­ar um hvað gerðist inn í Fljóts­dal í kvöld. Hann ætl­ar í kvöld að kanna ástandið á gömlu brúnni yfir Markarfljót. „Ég vona að sú flótta­leið sé opin,“ sagði Þórir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert