Vegagerðarmenn hafa flutt tæki að Markarfljóti og eru að undirbúa sig undir að gera við hringveginn við Markarfljót. Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun um að fylla í skörðin, en búist er við að framhaldið ráðist á fundi sem hefst kl. 10.
Guðjón Sveinsson gröfumaður segir að talsvert sé komið að tækjum vestan megin við Markarfljót. Menn frá Vegagerðinni séu að meta aðstæður.
Vegurinn er í sundur á þremur stöðum, samtals yfir 100 metra. Bráðabirgðavegtengin verður höfð lægri en sjálfur vegurinn. Ástæðan er sú að ef það koma stórar bylgjur niður Markarfljót þyir nauðsynlegt að þær geti farið í gegnum skörðin og yfir bráðabirgðaveginn.
Guðjón var í morgun að moka möl undan litlu brúnni austan við Markarfljótsbrú. Hlaupið hafði borið möl að brúnni þannig að lítið vatn komist undir hana.