Undirbúa viðgerð á veginum

Guðjón Sveinsson við störf við Markarfljót.
Guðjón Sveinsson við störf við Markarfljót. Ómar Óskarsson

Vegagerðarmenn hafa flutt tæki að Markarfljóti og eru að undirbúa sig undir að gera við hringveginn við Markarfljót. Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun um að fylla í skörðin, en búist er við að framhaldið ráðist á fundi sem hefst kl. 10.

Guðjón Sveinsson gröfumaður segir að talsvert sé komið að tækjum vestan megin við Markarfljót. Menn frá Vegagerðinni séu að meta aðstæður.

Vegurinn er í sundur á þremur stöðum, samtals yfir 100 metra. Bráðabirgðavegtengin verður höfð lægri en sjálfur vegurinn. Ástæðan er sú að ef það koma stórar bylgjur niður Markarfljót þyir nauðsynlegt að þær geti farið í gegnum skörðin og yfir bráðabirgðaveginn.

Guðjón var í morgun að moka möl undan litlu brúnni austan við Markarfljótsbrú. Hlaupið hafði borið möl að brúnni þannig að lítið vatn komist undir hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert