Viðlagatrygging bætir tjón

Mikið tjón varð á túnum á bænum Önundarhorni.
Mikið tjón varð á túnum á bænum Önundarhorni. Ómar Óskarsson

Viðlaga­trygg­ing bæt­ir tjón af völd­um flóða og eld­gosa. Bænd­ur sem orðið hafa fyr­ir tjóni vegna eld­goss­ins í Eyja­fjalla­jökli og flóðanna í Markarfljóti og Svaðbælisá geta því leitað til Viðlaga­trygg­ing­ar.

Viðlaga­trygg­ing er lög­bund­in nátt­úru­ham­fara­trygg­ing sem bæt­ir beint tjón á tryggðum eign­um af völd­um eld­gosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatns­flóða. Viðlaga­trygg­ing bæt­ir ekki tjón af völd­um annarra nátt­úru­ham­fara, t.d. af völd­um ofsa­veðurs. 

Sam­kvæmt heimasíðu Viðlaga­trygg­ingu eru bóta­skyld­ir tjónsat­b­urðir eft­ir­far­andi:

Eld­gos, t.d er hraun eða gjóska veld­ur skemmd­um eða eyðilegg­ingu á tryggðum mun­um.

Jarðskjálfti, sem veld­ur skemmd­um eða eyðilegg­ingu á vá­tryggðum mun­um.

Skriðufall, þegar skriða úr fjalli eða hlíð fell­ur skyndi­lega á vá­tryggða muni með þeim af­leiðing­um að þeir skemm­ast eða eyðileggj­ast.

Snjóflóð merk­ir snjóskriðu, sem fell­ur skyndi­lega úr fjalli eða hlíð á vá­tryggða muni með þeim af­leiðing­um að þeir skemm­ast eða eyðileggj­ast. Það telst ekki vera snjóflóð, þótt þak eða vegg­ir húss slig­ist eða brotni und­an snjó, sem safn­ist á eða að húsi vegna snjó­komu, skafrenn­ings eða foks. Sama á við um aðra muni, sem skemm­ast með svipuðum hætti.

Vatns­flóð merk­ir flóð, er verður þegar ár eða læk­ir flæða skyndi­lega yfir bakka sína eða flóðbylgj­ur frá sjó eða vötn­um ganga á land og valda skemmd­um eða eyðilegg­ingu á vá­tryggðum mun­um. Árleg eða reglu­bund­in flóð úr ám, lækj­um, sjó eða vötn­um telj­ast hér ekki vatns­flóð. Sama á við um venju­legt leys­inga­vatn eða flóð, sem að ein­hverju eða öllu leyti verður af manna­völd­um, t.d. þegar vatns­geym­ar, stíflug­arðar eða önn­ur mann­virki bresta af öðrum ástæðum en nátt­úru­ham­förum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert