Öskusýni frá Mýrdalssandi, sem Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands lét Umhverfisstofnun í té, var sent í kornastærðargreiningu hjá Nýsköpunarmiðstöð. Niðurstöður sýna að um fjórðungur kornanna eru svifryk, það er minna en 10 míkron. Svifryk á greiða leið niður í lungu og getur haft óæskileg áhrif á heilsu.
Umhverfisstofunun bendir á að talsverð loftmengun fylgi öskufalli frá eldgosinu í Eyjafjallajökli, ekki síst fínni hluta þess. Umhverfisstofnun hefur tekið saman leiðbeiningar fyrir almenning vegna gjóskufalls frá eldgosinu í Eyjafjallajökli.
Fínasti hluti gjóskunnar flokkast sem svifryk. Umhverfisstofnun mun birta niðurstöður mælinga á svifryki eftir tökum.