„BSRB krefst þess að í allri umræðu og ákvarðanatöku um sameiningu og
fækkun opinberra stofnana sé þess vandlega gætt að sú góða
almannaþjónusta sem veitt er verði tryggð," segir í ályktun
um fyrirhugaða sameiningu ríkisstofnana sem stjórn BSRB sendi frá sér í
gær.
Ályktunin er eftirfarandi:
„BSRB krefst þess að í allri umræðu og ákvarðanatöku um sameiningu og fækkun opinberra stofnana sé þess vandlega gætt að sú góða almannaþjónusta sem veitt er verði tryggð. Góð almannaþjónusta er grunnur að hagsæld og velferð fólksins í landinu. Skammtímasjónarmið um hagræðingu og sameiningu þegar þrengir að mega ekki verða til þess að eyðileggja almannaþjónustu til framtíðar. Þvert á móti þarf að verja hana og efla enn frekar á erfiðum tímum.Stjórn BSRB leggur áherslu á það að í áætlunum um sameiningu og hagræðingu séu markmiðin skýr og störf starfsmanna í almannaþjónustu verði tryggð. Nauðsynlegt er að haft sé samráð við hlutaðeigandi stéttarfélög þegar fjallað er um enduskipulagningu eða sameiningu stofnana.
BSRB frábiður sér þann málflutning að niðurskurður og fækkun opinberra starfsmanna sé eina lausnin í erfiðu efnahagsástandi. Nýútkomin skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sýnir svo ekki verður um villst að brýn þörf er á að fjöldi starfsmanna sé í samræmi við þá ábyrgð sem opinberri stjórnsýslu er ætlað að bera.“