Aska féll í Blöndudal

Aska frá gosinu berst víða.
Aska frá gosinu berst víða. Árni Sæberg

Vart hef­ur orðið við ösku á Norður­landi. Guðríður B. Helga­dótt­ir, sem býr í  Aust­ur­hlíð framar­lega í Blöndu­dal setti út disk í fyrra­dag og seg­ir greini­legt að aska hafi fallið í hann.

„Ég setti út und­ir­skál á þriðju­dag og fékk nokk­ur korn í hana. Ég setti svo út súpudisk í gær. Þá rigndi dá­lítið. Í morg­un sá ég að í hon­um var greini­lega grugg sem bend­ir til þess að aska hafi fallið,“ sagði Guðríður.

Guðríður sagði að þetta hefði komið sér á óvart því að vind­ur hef­ur borið ösk­una í aust­ur en ekki í norður.

Guðríður hef­ur áhuga á eld­gos­um og hef­ur alltaf sett út disk þegar gýs á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert