Askan fýkur til Evrópu

Gráleit öskutungan til austurs og suðausturs frá Íslandi á hádegi …
Gráleit öskutungan til austurs og suðausturs frá Íslandi á hádegi í gær. mynd/NASA

Ösku­dreif­ing­in frá gos­inu í Eyja­fjöll­um kem­ur vel fram á mynd­um frá gervi­hnött­um, eins og Har­ald­ur Sig­urðsson eld­fjalla­fræðing­ur bend­ir á á vefsíðu sinni í morg­un. Meðfylgj­andi mynd er frá ein­um af gervi­hnött­um NASA á há­degi í gær.

„Þar má greini­lega sjá ösku­dreif­ina frá gos­inu í Eyja­fjalla­jökli, eins og langa tungu sem teyg­ir sig til aust­urs og austsuðaust­urs, þar sem hún sleik­ir strend­ur Bret­lands­eyja og Skandi­nav­íu. Þótt ösku­fall sé mjög lítið, þá er ask­an út­breidd og mæli­tæk­in svo næm að út­breiðslan kem­ur vel fram. Tækn­in er orðin ótrú­leg!" seg­ir Har­ald­ur á vef sín­um en hann hef­ur verið í ná­grenni gosstöðvanna að fylgj­ast með þróun mála.

Har­ald­ur spyr flug­menn enn­frem­ur þeirr­ar spurn­ing­ar, hvort ekki sé hægt að leggja flug­leið milli Evr­ópu og N-Am­er­íku fram­hjá ösku­ský­inu.

„Það litla sem fell­ur til jarðar af ösku á Mýr­dalss­andi er mjög fín aska, lík­ust hveiti. Hún er svo smá­kornótt eða fín að hún berst lítið til jarðar en dreif­ist með minnsta vindi til aust­urs.  Gufu­spreng­ing­arn­ar sem eru nú í gangi í topp­gíg Eyja­fjalla­jök­uls eru af því tagi sem mynda mjög fína ösku.  Það er alls ekki víst að vitn­eskja um svona gos varðveit­ist sem þekkj­an­legt ösku­lag í jarðvegi," seg­ir Har­ald­ur.

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur við gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi á dögunum.
Har­ald­ur Sig­urðsson eld­fjalla­fræðing­ur við gosstöðvarn­ar á Fimm­vörðuhálsi á dög­un­um. Ragn­ar Ax­els­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert