Ekki hægt að opna Hringveginn um hádegi

Guðjón Sveinsson við störf við Markarfljót.
Guðjón Sveinsson við störf við Markarfljót. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ljóst er að Hringvegurinn við Markarfljót verður ekki opnaður á hádegi eins og stefnt var að. Vegna flóðanna í gærkvöldi og í nótt hafa skapast nýjar aðstæður, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Ef frá eru talin vandamálin á gossvæðinu er  greiðfært  um allt sunnanvert landið.

Á  Norðvesturlandi eru vegir auðir fyrir utan snjóþekja og stórhríð á Siglufjarðarvegi og snjóþekja og éljagandi á Öxnadalsheiði.

Á Norðausturlandi er snjóþekja og éljagangur með ströndinni frá Hjalteyri í Ólafsfjörð eins frá  Kópaskeri í Vopnafjörð og á Vopnafjarðarheiði.
Á Austurlandi eru vegir auðir fyrir utan hálkublettir á Fjarðarheiði og Háreksstaðaleið.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert