Fjalla um skýrsluna

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Golli

Fjallað verður um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á flokksráðs-, formanna- og frambjóðendafundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður í Stapa í Reykjanesbæ á morgun. Hefst fundurinn kl. 9:30 með ræðum Bjarna Benediktssonar formanns og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur varaformanns og verður hægt að fylgjast með þeim í beinni útsendingu á xd.is. Að þeim loknum verða svo umræður, meðal annars um niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis á bankahruninu.


Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segir að um 300 manns eigi rétt til að sitja fundinn og hafi verið boðaðir. Sent verði beint út frá ræðum leiðtogann og fjölmiðlum sé velkomið að hlýða á þær en óljóst sé hvort að umræður í kjölfarið verði opnar fréttamönnum. Aðspurður hvort hann búist við hitafundi vegna skýrslunnar segist Jónmundur ekki gera sér grein fyrir hvernig umræðurnar þróist fyrirfram. „Ég geri fastlega ráð fyrir að það verði mikill áhugi á ræðum formannanna og niðurstöðum skýrslunnar,“ segir hann.

Samfylkingarmenn fundar

Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar verður haldinn á morgun í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Megin umfjöllunarefni fundarins er rannsóknarskýrsla Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Flokksstjórnarfundurinn hefst kl. 13.00.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert