Flug lamað í hálfri Evrópu

Askan sem féll á Mýrdalssandi var afar fíngerð og þyrlaðist …
Askan sem féll á Mýrdalssandi var afar fíngerð og þyrlaðist upp þegar bílum var ekið austur eftir Suðurlandsvegi í gær, inn í gosmökkinn. Ómar Óskarsson

Ekkert lát er á gosinu í hábungu Eyjafjallajökuls og berst askan nú með vindum til annarra Evrópulanda þar sem hún veldur geysimiklum samgöngutruflunum. Íbúar í Landeyjum þurftu að yfirgefa heimili sín í skyndi í gærkvöldi vegna hlaups sem kom undan Gígjökli. Gera má ráð fyrir fleiri hlaupum.

Askan er mjög létt og fínkornótt, hún fer um háloftin í svipaðri hæð og mikill hluti millilandaflugvéla flýgur og getur stöðvað flugvélahreyfla. Var í gær ákveðið að loka tímabundið lofthelgi sjö ríkja, einnig var flug yfir norðanverðu Finnlandi bannað og flugvöllum lokað í norðanverðu Frakklandi.

Breskir fjölmiðlar segja að um sé að ræða mestu truflun á flugsamgöngum í álfunni sem um getur á friðartímum.

Mikið öskufall var allan daginn í gær austan við gosstöðvarnar, aðallega á milli Hjörleifshöfða og Kirkjubæjarklausturs. Ekki sáust handaskil þegar verst var.

Bráðabirgðagreining á gjóskunni hefur að sögn Sigurðar Reynis Gíslasonar hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands leitt í ljós að flúorinnihaldið er hættulegt búpeningi þar sem öskulag er meira en einn sentimetri að þykkt. Hann segir minna af flúor í gjóskunni en t.d. í ösku úr Heklu. Unnið var að því að greina áhrif öskunnar á fólk, þegar er byrjað að dreifa rykgrímum til heilsugæslustöðva og viðbragðsaðila á Suðurlandi.

Sjá ítarlega umfjöllun um gosið og afleiðingar og áhrif þess í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert