Gjóskufall í Vík í Mýrdal

Mynd tekin af Háfelli í Mýrdal nú fyrir hádegi af …
Mynd tekin af Háfelli í Mýrdal nú fyrir hádegi af gosmekkinum yfir Höfðabrekkuheiðum og Mýrdalssandi. mynd/Jónas Erlendsson

Vindátt hefur breyst við Vík í Mýrdal og er gjóska farin að falla þar til jarðar. Að sögn íbúa í bænum dimmdi yfir byggðinni á örskotsstundu. Lögreglan á Hvolsvelli hvetur íbúa til að halda sig innandyra, enda getur verið slæmt að anda öskunni að sér.

Svo virðist sem að spáin sé að ganga eftir en Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir að vindátt verði norðvestlæg þegar líður á kvöldið og gosmökkurinn liggur mökkurinn til suðausturs í nótt, Álftaver, Mýrdal og síðan Austur Eyjafjöll.

Samkvæmt upplýsingum frá samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð er fólk hvatt til að vera ekki úti í gjóskumekkinum að óþörfu. Ágætt sé að vera með rykgrímu séu menn utandyra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert