Gjóskufall í Vík í Mýrdal

Mynd tekin af Háfelli í Mýrdal nú fyrir hádegi af …
Mynd tekin af Háfelli í Mýrdal nú fyrir hádegi af gosmekkinum yfir Höfðabrekkuheiðum og Mýrdalssandi. mynd/Jónas Erlendsson

Vindátt hef­ur breyst við Vík í Mýr­dal og er gjóska far­in að falla þar til jarðar. Að sögn íbúa í bæn­um dimmdi yfir byggðinni á ör­skots­stundu. Lög­regl­an á Hvols­velli hvet­ur íbúa til að halda sig inn­an­dyra, enda get­ur verið slæmt að anda ösk­unni að sér.

Svo virðist sem að spá­in sé að ganga eft­ir en Veður­stofa Íslands ger­ir ráð fyr­ir að vindátt verði norðvest­læg þegar líður á kvöldið og gos­mökk­ur­inn ligg­ur mökk­ur­inn til suðaust­urs í nótt, Álfta­ver, Mýr­dal og síðan Aust­ur Eyja­fjöll.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá sam­hæf­ing­armiðstöðinni í Skóg­ar­hlíð er fólk hvatt til að vera ekki úti í gjósku­mekk­in­um að óþörfu. Ágætt sé að vera með ryk­grímu séu menn ut­an­dyra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert