Talið er að beinn kostnaður ríkisins vegna gossins sé þegar kominn í hundruð milljóna króna. Þá er ótalinn mögulegur kostnaður ferðaþjónustunnar ef gosið dregst á langinn.
Fjármálaráðherra segir mikilvægt að gera greinarmun annarsvegar á milli kostnaðar t.d. vegna aukinnar löggæslu og björgunarstarfa, og hinsvegar vegna tjóns sem hlotist hefur af gosinu.