Gylfi: Engar nýjar skuldbindingar

Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra
Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Gylfi Magnús­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra, seg­ir að ekki komi fram nein­ar nýj­ar skuld­bind­ing­ar af Íslands hálfu um­fram það sem þegar hef­ur komið fram í vilja­yf­ir­lýs­ingu ís­lenskra stjórn­valda til breskra og hol­lenskra stjórn­valda vegna Ices­a­ve. End­ur­skoðun á ann­arri út­hlut­un Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins á láni Íslands er tek­in fyr­ir á fundi stjórn­ar sjóðsins sem nú stend­ur yfir.

„Vilja­yf­ir­lýs­ing stjórn­valda til Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins sem gef­in verður út í tengsl­um við end­ur­skoðun efna­hags­áætl­un­ar­inn­ar fel­ur ekki í sér neina nýj­ar skuld­bind­ing­ar af Íslands hálfu um­fram það sem þegar hef­ur komið fram. Við lýs­um yfir vilja okk­ar að leysa þessi mál far­sæl­lega í tví­hliða samn­ing­um við Hol­lend­inga og Breta. Eins og kunn­ugt er hafa farið fram viðræður við Breta og Hol­lend­inga um að þeir end­ur­heimti höfuðstól þess fjár sem þeir hafa lagt af mörk­um ásamt eðli­leg­um fjár­magns­kostnaði ef ásætt­an­leg­ir samn­ing­ar nást um öll ágrein­ings­atriði, og hef­ur stjórn og stjórn­ar­andstaða verið í ná­inni sam­vinnu um helstu samn­ings­mark­miðin í þess­um viðræðum," seg­ir Gylfi.

Eins og áður seg­ir verður end­ur­skoðunin tek­in fyr­ir á fundi stjórn­ar AGS sem hefst seinni part­inn í dag og bú­ast má við að niðurstaða liggi fyr­ir um kl. 20:00.

Vilja­yf­ir­lýs­ing­in sem fjall­ar um þann ár­ang­ur sem þegar hef­ur náðst og þau mark­mið sem framund­an eru í efna­hags­áætl­un stjórn­valda verður birt á vef ráðuneyt­is­ins að lok­inni af­greiðslu stjórn­ar AGS, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá efna­hags- og viðskiptaráðuneyt­inu.

Bloom­berg frétta­stof­an hafði í dag eft­ir ónafn­greind­um heim­ild­ar­manni að  í vilja­yf­ir­lýs­ing­unni  sé því heitið að end­ur­greiða lán­in til Hol­lend­inga og Breta með vöxt­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert