Hverfandi líkur eru taldar á samkomulagi um hvalveiðar

Hvalur 9 siglir í átt að landi með tvær langreyðar …
Hvalur 9 siglir í átt að landi með tvær langreyðar á stjórnborðshliðinni. Rax / Ragnar Axelsson

„Ekkert miðaði í samkomulagsátt á lokafundi tólf ríkja hópsins og óhætt er að fullyrða að hvalveiðiríkin og ríki andstæð hvalveiðum hafi fjarlægst fremur en hitt.“

Þetta sagði Tómas H. Heiðar, aðalfulltrúi Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég tel nú hverfandi líkur á samkomulagi.“

Tólf ríkja hópnum var falið að finna málamiðlun innan Alþjóðahvalveiðiráðsins. Lokafundur hópsins var haldinn í Washington 11.-15. apríl og var formanni ráðsins, Cristian Maquieira frá Chile, og varaformanninum, Anthony Liverpool frá Antígva og Barbúda, falið að gera lokatilraun til að ná samkomulagi um texta áður en frestur til að skila tillögum fyrir næsta ársfund ráðsins í Agadir í Marokkó í júní næstkomandi rennur út eftir viku, hinn 22. apríl.

Sjá nánar ítarlega frétt um þetta deilumál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert