„Lónið er horfið“

Miklir vatnavextir fylgja eldgosinu í Eyjafjallajökli.
Miklir vatnavextir fylgja eldgosinu í Eyjafjallajökli. Stefán

„Lónið er horfið. Þetta er bara einn ár­far­veg­ur niður,“ seg­ir Gunn­ar Sig­urðsson vatna­mæl­ingamaður sem var upp við Gíg­jök­ul þegar flóð kom niður jök­ul­inn í dag. Hann seg­ir um­hverfið við jök­ul­inn mikið breytt og sér ekki al­veg fyr­ir sér hvernig hægt verður að kom­ast í Þórs­mörk á næst­unni.

Áður en gosið í Eyja­fjalla­jökli hófst var all­stórt lón við Gíg­jök­ul, sem er skriðjök­ull sem geng­ur niður af Eyja­fjalla­jökli. Á rann síðan úr lón­inu í Markarfljót.

Gunn­ar sagði að mikið væri búið að ganga á þarna. „Þar sem var gróið land er núna þakið jök­ul­ruðningi. Það hef­ur sóp­ast ofan af öllu þarna.“

Gunn­ar fór upp að jökl­in­um til að setja upp mæli í ár­far­veg­inn. Hann sagði að aðstæður þarna væru það breytt­ar að erfitt væri að koma mæli­tækj­um fyr­ir með góðu móti. Mæl­ir sem var í gamla lón­inu fór í fyrsta hlaup­inu.

„Þetta er allt laust og allt á hreyf­ingu. Það eru því fáir fast­ir punkt­ar til að byggja á. Við þurf­um að festa skynj­ar þannig að hann kom­ist út í vatnið í flóðunum og festa skrán­ing­ar­tæki og síma­sendi á ör­ugg­um stað. Það er ekki ein­falt að gera þetta. “

Gunn­ar sagði að hann væri nú að skoða hvort ekki væri betra að koma mæl­in­um fyr­ir við Þórólfs­fell. „Þess­ir mæl­ar eru hugsaðir sem hluti af viðvör­un­ar­kerfi þannig að menn sjái hvað er að ger­ast á nótt­unni. Á dag­inn er svæðið vaktað.“

„Þetta var stór­feng­leg“

Gunn­ar horfði á flóðið koma niður af jökl­in­um í dag. „Þetta var stór­feng­legt þó að þetta væri vænt­an­lega miklu minna en það sem kom í gær. Það kom svart­ur úði á und­an þessu og svo gusaðist vatnið und­an jökl­in­um. Þetta kom svona í bylgj­um. Það skrúfaðist fyr­ir og kom svo aft­ur. Vænt­an­lega hef­ur fyrsta gus­an verið stærst,“  sagði Gunn­ar.

Þessi mynd var tekin af Lóninu neðan við Gígjökul þann …
Þessi mynd var tek­in af Lón­inu neðan við Gíg­jök­ul þann 1. apríl sl. Þetta lón er núna horfið. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert