Nóg að stjakað sé aðeins við Kötlu

Katla í Mýrdalsjökli.
Katla í Mýrdalsjökli. Morgunblaðið/RAX

„Gossprungur liggja á milli Eyjafjallajökuls og Kötlu og kvika gæti skotist inn í Kötlueldstöðina en eins getur hugsanlega nægt að stjaka aðeins við Kötlu,“ segir Helgi Björnsson jöklafræðingur.

Hann bætir við að nú fari fram margþætt sjónarspil í eldvirkni og samspili elds og íss sem hvergi eigi sinn líka. Helgi bendir á að gosið í Eyjafjallajökli virðist vera í fullum gangi og ráðlegt sé að menn búi sig undir að það geti hagað sér svipað og í síðasta gosi, 1821. Þá hafi það byrjað rétt fyrir jól og staðið sleitulaust fram yfir áramót.

„Hámarksrennsli í Kötluhlaupum getur orðið 50 til 100 sinnum meira en við höfum nú séð undan Gígjökli og eins gott að forða sér þegar það kemur,“ segir Helgi.

Sjá nánar ítarlega umfjöllun um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert