Óku inn í miðjan mökkinn

Eins og sjá má á þessum myndum sem  Ómar Óskarsson ljósmyndari Morgunblaðsins tók var öskufallið gríðarlegt á Mýrdalssandi í gær. Ómar  og Rúnar Pálmasson blaðamaður hafa ferðast um svæðið síðustu daga. Myndirnar eru teknar um miðjan dag og sýna glöggt hversu þykkt öskulagið er á svæðinu.

Veðurspár gera ráð fyrir að aska falli til suðurs síðdegis í dag og á morgun. Það bitnar á íbúum í Vík og bændum undir Eyjafjöllum. Spáin fyrir  þriðjudag og miðvikudag bendir til að aska kunni að falla yfir höfuðborgarsvæðið haldi gosið áfram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert