Reyna að setja mæli í lónið

Vatnið úr Gígjökul fellur í lónið og þaðan í Markarfljót.
Vatnið úr Gígjökul fellur í lónið og þaðan í Markarfljót. hag / Haraldur Guðjónsson

Starfsmenn frá Veðurstofu ætla að freista þess að setja vatnshæðarmæli í lónið við Gígjökul. Þar var mælir en hann fór þegar hlaup kom í lónið á miðvikudaginn.

„Mælirinn sem var í lóninu fór í hlaupinu á miðvikudaginn. Áður en flóðið tók hann hafði hann gefið okkur mjög mikilvægar upplýsingar,“ sagði Sigrún Karlsdóttir náttúrustjóri á Veðurstofunni.

Mælirinn sendir sjálfvirkt upplýsingar inn til Veðurstofu um breytingar á vatnshæð í lóninu, en það gefur mikilvægar upplýsingar um það sem er að gerast við jökulinn. Vatnið sem kemur frá jöklinum fer í lónið og þaðan í Markarfljót. Reglulegar gusur hafa komið í lónið frá því gosið hófst. Um klukkutími líður frá því hlaup kemur í lónið þar til vatnið kemur fram við nýju Markarfljótsbrú.

Sigrún sagði að menn myndu fara varlega við lónið og ekki yrði teflt á tvær hættur. Stuttan tíma tekur að koma mælinum fyrir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert