Segja hringtorg draga úr slysahættu

Reykjanesbær
Reykjanesbær

Hring­torg hafa dregið veru­lega úr um­ferðaró­höpp­um í Reykja­nes­bæ og reynst góð slysa­vörn. Þetta kom fram á nýliðnu um­ferðarör­ygg­isþingi sem haldið var í Reykja­nes­bæ í gær en þar var m.a. kynnt gerð um­ferðarör­ygg­is­áætl­un­ar fyr­ir sveit­ar­fé­lagið sem unn­in er í sam­vinnu við Um­ferðar­stofu. Að henni koma jafn­framt lög­regla, slökkvilið, vega­gerð, öku­kenn­ar­ar og for­eldra­fé­lög í bæn­um, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá Reykja­nes­bæ.

Gatna­mót Aðal­götu og Iðavalla er gott dæmi um þann ár­ang­ur sem náðst hef­ur með gerð hring­torga en þar hafa eng­in óhöpp orðið frá því að það var tekið í notk­un 2007, en voru jafn­an 4-7 á ári áður á þess­um gatna­mót­um áður en hring­torgið var sett upp.  Alls eru 11 hring­torg í Reykja­nes­bæ og eru þau mark­visst sett á þá staði þar sem er mik­il um­ferð og slysa­hætta, sam­kvæmt til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert