Segja hringtorg draga úr slysahættu

Reykjanesbær
Reykjanesbær

Hringtorg hafa dregið verulega úr umferðaróhöppum í Reykjanesbæ og reynst góð slysavörn. Þetta kom fram á nýliðnu umferðaröryggisþingi sem haldið var í Reykjanesbæ í gær en þar var m.a. kynnt gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir sveitarfélagið sem unnin er í samvinnu við Umferðarstofu. Að henni koma jafnframt lögregla, slökkvilið, vegagerð, ökukennarar og foreldrafélög í bænum, samkvæmt fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ.

Gatnamót Aðalgötu og Iðavalla er gott dæmi um þann árangur sem náðst hefur með gerð hringtorga en þar hafa engin óhöpp orðið frá því að það var tekið í notkun 2007, en voru jafnan 4-7 á ári áður á þessum gatnamótum áður en hringtorgið var sett upp.  Alls eru 11 hringtorg í Reykjanesbæ og eru þau markvisst sett á þá staði þar sem er mikil umferð og slysahætta, samkvæmt tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert