Sérstakt eftirlit með hraðakstri og áhættuhegðun

Lögreglan verður með sérstakt eftirlit með hraðakstri og áhættuhegðun.
Lögreglan verður með sérstakt eftirlit með hraðakstri og áhættuhegðun. mbl.is/Júlíus

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins verður sérstök áhersla lögð á eftirlit með hraðakstri og áhættuhegðun ökumanna í umferðinni það sem eftir er aprílmánaðar og fram í maí.

Í tilkynningu frá Umferðarstofu eru ökumenn minntir á að þetta eftirlit lögreglu sé í þágu forvarna gegn umferðarslysum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert