Slæmt fyrir ferðaþjónustuna

Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri tók þessa mynd af gosmekkinum frá …
Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri tók þessa mynd af gosmekkinum frá Eyjafjallajökli.

„Þetta er auðvitað gríðarlegt áhyggjuefni fyrir ferðaþjónustuna hér á landi þegar flug til helstu viðskiptalanda okkar stöðvast með þessum hætti,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um áhrif eldgossins í Eyjafjallajökli á ferðaþjónustu.

Samtökin héldu í gær fund með fulltrúum Flugstoða, Veðurstofu Íslands og ýmsum sérfræðingum til að meta stöðuna.

Fjölmargir hópar ferðamanna eru nú á ferð um landið, ekki síst um Suðurlandið þar sem margt laðar að ferðafólk. Erna segir ferðaskrifstofur nú vinna hörðum höndum að því að breyta ferðaskipulaginu vegna þeirrar röskunar sem orðið hefur.

„Svona truflun hefur gríðarleg áhrif en við vonum auðvitað að þetta verði stutt, taki fljótt af,“ segir Erna. Gosið á Fimmvörðuhálsi hafi verið fallegt túristagos, tjónið lítið og margir hafi notið þess að skoða það. „En þetta er annars eðlis og það er mikilvægt að héðan berist réttar fréttir. Útlendingar þurfa að vita að innviðir hér á Íslandi eru í ágætis lagi. Erlendir fjölmiðlar eru misgóðir, margir segja vandaðar fréttir af þessu en sumir eru að búa til svolitlar hryllingssögur.“

Sjá nánar um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert