Vatnið í lagi og Herjólfur siglir

Vestmannaferjan Herjólfur
Vestmannaferjan Herjólfur mbl.is

Ekki virðast vera líkur á því að neysluvatnslindir Vestmannaeyinga sem eru undir Eyjafjöllum spillist af völdum eldgossins.

Fylgst hefur verið grannt með þróun mála og gæði vatnsins mæld og virðist sem hvorki aska né önnur aðskotaefni hafi borist í lindirnar sem eru við bæinn Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum.

„Við verðum lítið varir við gosið og þetta hefur ekkert raskað okkar áætlunum,“ sagði Ívar Gunnlaugsson, skipstjóri á Herjólfi. Hann var á leiðinni úr Eyjum til Þorlákshafnar þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gærkvöldi. „Nú er hér hæg vestanátt og við höfum ekki orðið varir við neitt öskufall enn sem komið er og slíkt gerist ekki nema í austlægri átt.“

Sjá ítarlegri frétt um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert