Baðst afsökunar á villu í skýrslunni

Skýrsla rannsóknarnefndarinnar í bókabúð.
Skýrsla rannsóknarnefndarinnar í bókabúð. mbl.is/Árni Sæberg

Vinnuhópur um siðferði og starfshætti í tengslum við fall bankanna ætlar að svara gagnrýni forseta Íslands á skýrsluna, sem fylgdi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þetta sagði Kristín Ástgeirsdóttir, sem á sæti í hópnum, í þættinum Vikulokin á Rás 1 í morgun. Hún baðst jafnframt afsökunar á staðreyndavillu í skýrslunni.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur gagnrýnt skýrslu vinnuhópsins og m.a. sagt alrangt að hann hafi rætt við Al Thani sem keypti hlutabréf í Kaupþingi. Honum sé ruglað saman við þjóðhöfðingja Katar sem forsetinn átti í bréfaskiptum.

Kristín sagði rétt að þarna væri um villu að ræða og baðst hún afsökunar á því. „Þó fjölmargir hafi lesið þetta yfir þá kom því miður enginn auga á þetta. En það breytir ekki því sem raunverulega er verið að fjalla um,“ sagði Kristín.

Hún minnti á að forsetinn hefði a.m.k. í þrígang viðurkennt að hafa gengið of langt og sagt að forsetaembættið hefði verið misnotað. „Þarna ákvað hann að snúa svolítið blaðinu við og verja sig en þessu verður svarað,“ sagði Kristín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka