Fjöldi erlendra fréttamanna er kominn til Íslands að fylgjast með gosinu. Beinar útsendingar hafa verið frá Hvolsvelli og frá Markarfljótsbrú í dag og í gær.
Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, hefur í dag og í gær verið fréttamönnunum til aðstoðar. Hún segir að reynt hafi verið í skyndingu að koma upp aðstöðu fyrir þá á Hvolsvelli og aðstoða þá eftir föngum. Hún sagði að þetta hefði gengi nokkuð vel þó að menn hefðu ekki verið undirbúnir undir þennan mikla áhuga erlendra fréttamiðla.
Gríðarlegur áhugi er á eldgosinu um allan heim, ekki síst vegna þeirrar miklu röskunar sem það hefur valdið í flugsamgöngum í Evrópu.