Eitthvað er um að kindur og hestar séu úti undir Eyjafjöllum. Dýralæknir og forðagæslumaður eru núna að skoða aðstæður, en mjög erfitt er að smala skepnunum því að þær eru inni í miðjum mekkinum.
Bóndi sem rætt var við í dag vildi ekki tjá sig um hvaðan dýrin væru. Hann sagði ljóst að mistök hefðu verið gerð því að dýrin ættu ekki að vera úti við þessar aðstæður. Hann sagði að mjög erfitt væri að smala þeim núna því að gríðarlegt öskufall væri undir Eyjafjöllum og mjög dimmt.
Dýralæknir er núna að meta aðstæður og skoða hvað er hægt að gera.