Draga á þá sem tæmdu bankana fyrir dóm

Jóhanna Sigurðardóttir á flokksráðsfundinum í Garðabæ.
Jóhanna Sigurðardóttir á flokksráðsfundinum í Garðabæ. Golli

„Við hljótum að gera afdráttarlausa kröfu um uppgjör við refsivert athæfi. Þeir sem tæmdu bankanna verða dregnir fyrir dóm og allt gert til þess að þeir geri upp við samfélagið sem þeir fórnuðu á altari græðgi og skefjalausrar áhættusækni.“ Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar.

Jóhanna sagði að orsaka bankahrunsins væri að leita dýpra og lengra aftur en til þriggja ára sem er fyrningartíminn sem landsdóm varðar og var sérstakt viðfangsefni Alþingisnefndarinnar. Miðað við þá greiningu rannsóknarskýrslunnar sem fyrir liggur væri okkur vandi á höndum.

„Hvað um þá sem skýrslan segir að hafi látið pólitík ráða í einkavæðingu bankanna en ekki fagleg sjónarmið? Hvað um þá sem gátu bjargað bönkunum áður en það var um seinan á árinu 2006? Rannsóknarnefndin taldi að því er virðist ekki í sínum verkahring að leggja fram ábendingar um vítaverða vanrækslu hvað þá ráðamenn varðar. Á bara að kveða upp dóm yfir þeim sem hugsanlega gátu dregið úr skaða en sleppa þeim sem hugsanlega gátu bjargað fjármálakerfinu? Gengur það upp? Ég segi nei!“

Ræðan í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert