Flokksráðs-, formanna- og frambjóðendafundi Sjálfstæðisflokksins í Stapa í Reykjanesbæ lauk rétt í þessu. Þar var stjórnmálaályktun afgreidd en í henni lýsti flokksráð Sjálfstæðisflokksins yfir eindregnum stuðningi við formanninn Bjarna Benediktsson.
Fyrr í dag gat Bjarni þess í ræðu að miðstjórn flokksins, sem er æðsta vald flokksins milli landsfunda, yrði kölluð saman á mánudag til þess að ákveða tímasetningu á landsfundi flokksins en Bjarni leggur til að honum verði flýtt. Þá verði einnig rætt með hvaða hætti verði staðið að kjöri nýs varaformanns flokksins.