Varðskip flytur dót fyrir skóla ABC

Varðskipið Ægir.
Varðskipið Ægir. Landhelgisgæslan

Varðskipið Ægir, sem leggur á þriðjudag af stað til Senegal, mun taka um borð dót fyrir skóla sem ABC barnahjálp reka í Dakar. Skipið mun næstu mánuðina sinna verkefnum fyrir landamærastofnun Evrópusambandsins.

ABC barnahjálp tók afar vel í boð Landhelgisgæslunnar og fékk sendan lista yfir þá hluti sem skólinn þarfnast mest, í framhaldinu var leitað til einstaklinga sem og fyrirtækja með stuðning til verkefnisins. Í gær var tekið á móti hlutunum í Nytjamarkaðnum Skútuvogi 11.

Á heimasíðu ABC barnahjálpar segir að í höfuðborg Senegal, Dakar, sé mikill fjöldi götubarna sem betla pening. Stór hluti þessara barna eru fórnarlömb barnaræningja. Þau hafa verið tæld frá fátækum foreldrum sem búa í sveitaþorpum í nágrannaríkinu Guinea Bissau. Þeim hefur verið lofað menntun og góðu lífi en í stað þess eru þau barin, rekin á göturnar og látin betla pening. Þau búa við ömurlegar aðstæður og hafa enga möguleika á því að komast heim aftur þar sem þau eru réttindalaus og vegabréfslaus. Starfsemi ABC barnahjálpar í Dakar í Senegal felst í eftirfarandi, forskóla og 1. bekk grunnskóla. Stuðningur við börn í grunnskóla sem ekki er rekinn af ABC. Athvarf fyrir götubörn. knattspyrnuskóli fyrir fátæka drengi í hverfinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka