Undanfarna daga, eða alveg frá því að rannsóknarnefnd Alþingis kynnti skýrslu sína sl. mánudag, hefur umræða innan Sjálfstæðisflokksins verið um það, hvort ekki sé rétt að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður flokksins og þingmaður Suðvesturkjördæmis víki.
Flokksráðs-, formanna- og frambjóðendafundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn í Stapa í Reykjanesbæ í dag og hefst hann kl. 9.30 með ræðum formannsins, Bjarna Benediktssonar og varaformannsins Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur.
Þar er búist við að Þorgerður Katrín greini flokksmönnum frá því hvernig hún hyggst haga pólitískri þátttöku sinni næstu mánuði og misseri.
Samkvæmt samtölum við óbreytta flokksmenn Sjálfstæðisflokksins og þingmenn í vikunni, eru langflestir þeirrar skoðunar að Þorgerður Katrín verði að víkja, en ekki eru allir sammála um með hvaða hætti það eigi að verða.
Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.