750 tonn á sekúndu

Gríðarlegt magn gosefna hefur komið frá eldfjallinu.
Gríðarlegt magn gosefna hefur komið frá eldfjallinu. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Starfs­menn Jarðvís­inda­stofn­un­ar Há­skól­ans telja að fyrstu þrjá sól­ar­hring­ana frá því að gos hófst í Eyja­fjalla­jökli hafi 140 millj­ón m³af gos­efn­um komið úr eld­fjall­inu. Að meðaltali er flæðið 10-20 sinn­um meira en var í gos­inu á Fimm­vörðuhálsi. Þetta jafn­gild­ir því að 750 tonn af gos­efn­um hafi komið frá fjall­inu á hverri sek­úndu.

Starfs­fólk Jarðvís­inda­stofn­un­ar hef­ur lagt fyrsta mat á kvikuflæði í gos­inu í Eyja­fjalla­jökli. Gos­efn­in eru ein­göngu gjóska en hluti henn­ar varð til und­ir jökli og hluti hef­ur borist með hlaup­um. Dreif­ingu gos­efna má því skipta í þrennt:

  1. Gos­efni sem safn­ast hafa fyr­ir í sig­kötl­un­um í topp­gíg Eyja­fjalla­jök­uls.
  2. Gos­efni sem borist hafa með hlaup­um og fyllt lón Gíg­jök­uls og borist fram á Markarfljótsaura.
  3. Gos­efni sem borist hafa með gosmekki og fallið sem gjóska. Loft­borna gjósk­an hef­ur aðallega borist til aust­urs og suðurs.

Bráðabirgðaniður­stöður fyr­ir fyrstu þrjá sól­ar­hring­ana eru:

Gjóska sem safn­ast hef­ur í sig­katla 30 millj­ón m³
Gjóska/​gos­efni sem fylla lón Gíg­jök­uls 10 millj­ón m³
Gjóska sem borist hef­ur með gosmekki 100 millj­ón m³
Sam­tals: 140 millj­ón m³

Gjósk­an er mun létt­ari í sér en kvik­an og því sam­svar­ar þetta efni 70-80 millj­ón m³af kviku sem komið á þrem­ur sól­ar­hring­um eða tæp­lega 300 m³/​s eða 750 tonn­um/​sek­úndu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert