Svo er ekki sjá að gosið í Eyjafjallajökli sé að minnka, skv. upplýsingum Magnúsar Tuma Guðmundsson jarðeðlisfræðings. Órói er svipaður í morgun og verið hefur skv. skjálftamælum Veðurstofunnar.
Vísindamenn voru við störf á Mýrdalsjökli og Mýrdalssandi í gær og verða undir Eyjafjöllum í dag. Mældu m.a. þykkt og magn öskunnar. Unnið verður úr þeim gögnum, ásamt athugunum á gosstöðvunum sjálfum úr lofti. „Þá áttum við okkur vonandi á því hve stórt og mikið þetta er,“ sagði Magnús Tumi við Fréttavef Morgunblaðsins upp úr klukkan 10.