Forsetinn á gossvæðinu

Öskumökkurinn sást vel í gær.
Öskumökkurinn sást vel í gær. mbl.is/Helgi Bjarnason

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son for­seti Íslands hef­ur heim­sótt fólk und­ir Eyja­fjöll­um og víðar í Rangár­valla­sýslu í dag. Hann hef­ur m.a. rætt við bænd­ur sem mátt hafa þola ösku­fall frá gos­inu í Eyja­fjalla­jökli síðustu daga.

Ólaf­ur Ragn­ar kom við á Hellu og hélt síðan í Varma­hlíð þar sem Anna Birna Þrá­ins­dótt­ir sýslumaður býr. Hjá henni hafa fjöl­skyld­ur af bæj­um und­ir Eyja­fjöll­um gist síðustu daga. Hann ræddi þar við bænd­ur og fékk upp­lýs­ing­ar um stöðu mála. Hann kem­ur svo við á Hvols­velli á leiðinni til baka.

Enn er að fjölga í hópi er­lendra frétta­manna á Hvols­velli sem flytja frétt­ir af gos­inu. Ólöf Snæhólm Bald­urs­dótt­ir, hjá Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björgu, seg­ist ekki hafa yf­ir­lit yfir fjölda þeirra, en þeir séu orðnir mjög marg­ir. Vel hef­ur gengið að sinna þörf­um frétta­mann­anna. Þeir fóru marg­ir hverj­ir í flug upp að jökl­in­um í gær en þá voru mjög góðar aðstæður til að taka mynd­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert