Kanna stöðuna á hverjum bæ

Þessir hestar voru út í Fljótsdal og ágætlega fór um …
Þessir hestar voru út í Fljótsdal og ágætlega fór um þá enda ekkert öskufall þar. mbl.is/Júlíus

Flokkar á sex bílum frá björgunarsveitum fóru í morgun til að smala hrossum undir Eyjafjöllum. Stefnt er að því að banka upp á á hverjum bæ og athuga með líðan fólks og fénaðar.  Með í för er forðagæslumaður, ráðunautur og dýralæknir.

Elvar Eyvindsson, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra, segir ekki talið að mörg hross séu úti undir Eyjafjöllum. Ástæðan fyrir því að hross séu úti sé að sumir hafi ekki hús undir þau og eins séu hross sem aldrei hafi komið í hús og erfitt geti verið fólk að ráða við þau án hjálpar.

Elvar segir að síðan þurfi búfjáreigendur í Landeyjum að undirbúa sig undir öskufall. Þar eru mjög mörg hross úti. Elvar segir að hestaeigendur þurfi að smala þeim saman og reyna eftir mætti að koma þeim í skjól og gefa þeim vel.

Elvar segist ekki vita til þess að skaði hafi orðið á neinum hrossum sem hafa verið úti í öskufallinu. Hann segist þó ekki vera kominn með nákvæmar upplýsingar frá forðagæslumanni um stöðuna. Það sé hins vegar verið að fara skipulega yfir málin á öllu svæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert