Öskufall á Mýrdalsjökli

Öskumökkurinn sást vel í gær.
Öskumökkurinn sást vel í gær. mbl.is/Helgi Bjarnason

Nokkrar  breytingar hafa orðið á gjóskufalli, óróa og gosmekki á gossvæðinu en ekki sést til gosstöðvanna. Vestanátt beinir gosmekki yfir Mýrdalsjökul.

Búast má við öskufalli í Skaftártungum og Meðallandi og jafnvel austur að Kirkjubæjarklaustri. Einnig má búast við öskufalli í Mýrdal og á Mýrdalssandi. Fremur lágskýjað á Eyjafjallajökli og því takmarkað eða lítið skyggni. Flugvél Landhelgisgæslunnar flýgur nú yfir svæðið og berast upplýsingar frá vísindamönnum síðar í dag.

Dýralæknar hafa í morgun farið á bæi og kanna ástandið á skepnum sem hafa verið úti í öskufallinu, segja þeir ástandið ótrúlega gott.  Kálfar standa jórtrandi og hestar bera sig vel og án nokkurra einkenna. Náið er fylgst með skepnum því hafa ber í huga að vandamál gætu komið upp síðar. Mikið og gott lið björgunarsveitarmanna er á svæðinu sem aðstoðar alla þá sem vinna í að koma dýrum í hús - eða flytja burt af svæðinu. Sú vinna hófst reyndar strax í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert