Segir aðgerðir borgaryfirvalda lögleysu

Hrafn Gunnlaugsson.
Hrafn Gunnlaugsson. mbl.is/Sverrir

Borg­ar­yf­ir­völd hafa gefið Hrafni Gunn­laugs­syni kvik­mynda­gerðar­manni frest til klukk­an 9 í fyrra­málið til að fjar­lægja mann­virki við lóð sína á Laug­ar­nestanga. Hrafn seg­ir aðgerðir borg­ar­yf­ir­valda vera lög­leysu. Hætt sé við að menn­ing­ar­sögu­leg verðmæti glat­ist.

„Mál­efni lóðar minn­ar og ná­grenn­is henn­ar hafa verið í ákveðnum far­vegi um margra ára skeið og bolt­inn er þar hjá borg­ar­yf­ir­völd­um og  hef­ur verið það frá því haustið 2007. Það kem­ur mér því al­ger­lega í opna skjöldu að fá bréf þitt, auk þess sem ég tel að þær aðgerðir sem boðaðar séu stand­ist  enga skoðun. Áskil ég mér all­an rétt grípi borg­in til þeirra aðgerða sem hún hót­ar, og minni á. að ef það verður gert. er hætt við að menn­ing­ar­sögu­leg  verðmæti glat­ist svo af hljót­ist óbæt­an­legt tjón,“ skrif­ar Hrafn í bréfi til sviðsstýru  fram­kvæmda- og eigna­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar.

Hrafn rek­ur for­sögu máls­ins í neðan­greindu viðhengi.

Lóðin við Laugarnestanga 65 er umdeild.
Lóðin við Laug­ar­nestanga 65 er um­deild. mbl.is/​Sverr­ir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert